Innsend umsögn

Nafn: Jóhanna Jóhannsdóttir í Haga
Númer umsagnar: 30
Landsvæði: Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd: Hvammsvirkjun (29)
Umsögn: Hingað til hafa stórbýli eins og landnámsjörðin Hagi staðið fyrir sínu og varla batnar jörðin við að túnunum sé sökkt. Það er þó eitt af því sem Landsvirkjun heldur blákalt fram. Ég hef ekki trú á að bændur hér,  jafnvel geysimiklir og góðir bændur, sjái framtíð í búskap við ísgrátt jökullón og næstu bæi í eyði.  En við ræðum það ekki.  Það er mikil hætta á því að hér bregði menn búi á bestu jörðunum í sveitinni, sögufrægum landnámsjörðum, sem búið hefur verið á um ómunatíð. 
Fylgigögn: