Innsend umsögn

Nafn: Ómar Þ. Ragnarsson
Númer umsagnar: 208
Landsvæði: Norðausturland - Skjálfandafljót (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd: Hrafnabjargavirkjun A (10)
Umsögn: Sökkva á 25 km löngum dal, grónum að hálfu og veðursælli hálendisvin, undir miðlunarlón og taka vatn af Aldeyjarfossi, einstæðri náttúruperlu vatns og stuðlabergs og nokkrum fallegum fossum þar fyrir ofan. Mun meira verðmæti dalsins til verndarnýtingar en orkunýtingar og ber því að vernda hann.
Fylgigögn: