Um faghópa
Faghópar eru skipaðir sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum vísinda og í ýmiss konar auðlindanýtingu. Verkefnisstjórn 6. áfanga mun skipa fjóra faghópa og eru verkefni þeirra með svipuðu sniði og í 3., 4. og 5. áfanga.
Langstærsti hlutinn af faglegu vinnunni sem unnin er í tengslum við rammaáætlun fer fram innan faghópanna eða fyrir tilstuðlan þeirra. Faghóparnir safna gögnum, hver á sínu fagsviði, um þau svæði sem eru til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn. Í mörgum tilfellum vantar gögn um viðfangsefnin, t.d. náttúrufar, fornminjar, beitarnýtingu og ferðamennsku, sem faghóparnir eiga að meta. Í slíkum tilfellum láta faghóparnir framkvæma rannsóknir á viðkomandi þáttum. Oft geta rannsóknirnar reynst tímafrekar, t.d. þegar safna þarf gögnum yfir heilt ár eða lengur. Rannsóknir sem ráðist er í að beiðni faghópanna eru fjármagnaðar af beinum fjárveitingum ríkisstjórnarinnar til rammaáætlunar og eru ýmist unnar á stofnunum hins opinbera eða af einkaaðilum.
Fulltrúar í faghópi 1 í 6. áfanga rammaáætlunar
Fulltrúar í faghópi 2 í 6. áfanga rammaáætlunar
Fulltrúar í faghópi 3 í 6. áfanga rammaáætlunar
Fulltrúar í faghópi 4 í 6. áfanga rammaáætlunar
