Virkjunarkostir til umfjöllunar í 5. áfanga

Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar hefur tekið til umfjöllunar virkjunarkosti sem Orkustofnun (nú Umhverfis- og Orkustofnun) hefur skilgreint til hennar, alls 59 virkjunarakostir:

 

  • 16 vatnsaflskostir
  • 5 jarðvarmakostir
  • 37 vindorkukostir

 

Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir alla virkjunarkostina og stöðu þeirra. 

 

Verkefnisstjórn skipti þeim upp í eftirfarandi sex vinnupakka:

 

Mati lokið og flokkun skilað til ráðherra (27)

 1. Stækkanir á núverandi virkjunum. Ein í jarðvarma og þrjár í vatnsafli. 

 2. Átta virkjunarkostir í vatnsafli sem Alþingi færði í biðflokk við afgreiðslu 3 áfanga 2022 og óskaði að færi       fram endurmat á ákveðnum atriðum þeirra.

 3. Fjórir vatnsaflskostir og einn jarðvarmakostur sem sendir voru til 4. áfanga og gengu síðan til 5. áfanga.

 4. Tíu vindorkuverkefni.

Í vinnslu hjá verkefnisstjórn og faghópum (32)

 5. Tveir vatnsaflskostir og þrír jarðvarmakostir sem voru í biðflokki 3 áfanga

 6. 27 vindorkuverkefni.