Vettvangsferð á Suðurland og Sprengisand, 5.-6. september 2015

Skýrsla

Faghópar 1 og 2 fóru í kynnisferð um virkjunarsvæði á Suðurlandi og á Sprengisandi helgina 5.- 6. september 2015.

Þátttakendur:

# Nafn Aðild Þátttaka
1 Skúli Skúlason Faghópur 1 Allan tímann
2 Ása Lovísa Aradóttir Faghópur 1 Allan tímann
3 Birna Lárusdóttir Faghópur 1 Allan tímann
4 Kristján Jónasson Faghópur 1 Allan tímann
5 Tómar Grétar Gunnarsson Faghópur 1 Allan tímann
6 Þorvaldur Þórðarson Faghópur 1 Allan tímann
7 Þorvarður Árnason Faghópur 1 Allan tímann
8 Anna Dóra Sæþórsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
9 Anna G. Sverrisdóttir Faghópur 2 Allan tímann
10 Einar Torfi Finnsson Faghópur 2 Allan tímann
11 Guðni Guðbergsson Faghópur 2 Allan tímann
12 Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
13 Sveinn Runólfsson Faghópur 2 Allan tímann
14 Jón Ásgeir Kalmansson Faghópur 3 Allan tímann
15 Magnfríður Júlíusdóttir Faghópur 3 Allan tímann
16 Herdís Helga Schopka UAR Allan tímann
17 Erla Björk Þorgeirsdóttir Orkustofnun Allan tímann
18 Steinar Kaldal Landvernd og NSÍ Allan tímann
19 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd Allan tímann
20 Snorri Baldursson Landvernd Allan tímann
21 Hildur Jónsdóttir Verkefnisstjórn Allan tímann
22 Sigmundur Einarsson Verkefni fyrir faghópa Allan tímann
23 Þorleifur Eiríksson Verkefni fyrir faghópa Allan tímann
24 Svanur Ólafsson   Bílstjóri

 

Auk þess tóku þátt í ferðinni:

# Nafn Aðild Þátttaka
25 Helgi Jóhannesson Landsvirkjun Hólmsárvirkjun
26 Steinunn Huld Atladóttir Orkusalan Hólmsárvirkjun
27 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Varaoddviti Skaftárhrepps Hólmsárvirkjun, Búlandsvirkjun
28 Jóna Björk Jónsdóttir Varam., sveitarstjórn Skaftárhrepps Hólmsárvirkjun, Búlandsvirkjun
29 Jóhannes Gissurarson Sveitarstjórnarmaður, Skaftárhreppi Hólmsárvirkjun, Búlandsvirkjun
30 Bjarki V. Guðnason Sveitarstjórnarmaður, Skaftárhreppi Hólmsárvirkjun, Búlandsvirkjun
31 Guðmundur Valsson Suðurorka Búlandsvirkjun
32 Guðmundur Ingi Jónsson Suðurorka Búlandsvirkjun
33 Friðrik Friðriksson Suðurorka Búlandsvirkjun
34 Ómar Örn Ingólfsson Ráðgjafi frá Mannviti Búlandsvirkjun
35 Rúnar Bjarnason Ráðgjafi frá Mannviti Búlandsvirkjun
36 Pétur Ingólfsson Landsvirkjun Skrokkalda, Hágöngur
37 Bjarni Pálsson Landsvirkjun Skrokkalda, Hágöngur
38 Kristófer A. Tómasson Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps Allir virkjunarkostir 6.9.
39 Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Ásahrepps og Flóahrepps Allir virkjunarkostir 6.9.
40  Björgvin Skafti Bjarnason Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps Allir virkjunarkostir 6.9.
41  Anna María Flygenring Formaður umhverfisnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps Allir virkjunarkostir 6.9.
42 Nanna Jónsdóttir Varaoddviti Ásahrepps Allir virkjunarkostir 6.9.
43 Margrét Arnardóttir Landsvirkjun Búrfellslundur 
44 Helgi Bjarnason Landsvirkjun Neðri Þjórsá 
45 Svanhvít Hermannsdóttir Sveitarstjórnarmaður, Flóahreppi Neðri Þjórsá  
46 Elín Höskuldsdóttir Sveitarstjórnarmaður, Flóahreppi Neðri Þjórsá  

 

Eftirtaldir virkjunarkostir voru skoðaðir:

  • R3121A Hólmsárvirkjun neðri með miðlunarlóni við Atley,
  • R3140A Búlandsvirkjun
  • R3291A Hágönguvirkjun
  • R3126A Skrokkölduvirkjun
  • R3301A Búrfellslundur
  • R3129A Hvammsvirkjun
  • R3130A Holtavirkjun
  • R3131A Urriðafossvirkjun


Leiðarlýsing:

Laugardagur 25. júlí:

Lagt var af stað frá BSÍ kl. 8:00. Nokkrir þátttakendur komu inn á leiðinni austur (Hildur Jónsdóttir á Selfossi, Sveinn Runólfsson á Hellu, Tómas Grétar Gunnarsson á Hvolsvelli).

Í Vík í Mýrdal hittu þau Helgi Jóhannesson frá Landsvirkjun og Steinunn Huld Atladóttir frá Orkusölunni hópinn. Helgi kom inn í rútuna og sagði frá tilhögun Hólmsárvirkjunar og forsögu virkjunarkostsins á leiðinni að gatnamótum inn á Öldufellsleið en þangað var komið um kl. 11:30. Þar hitti hópurinn sveitarstjórnarfólk frá Skaftárhreppi, þau Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur varaoddvita, Jónu Björku Jónsdóttur varamann í sveitarstjórn, Jóhannes Gissurarson sveitarstjórnarmann og Bjarka V. Guðnason sveitarstjórnarmann. Allir komu inn í rútuna og ekið var að Hólmsárfossi, þar sem hádegisnesti var snætt, með stuttu stoppi fyrir útsýni yfir fyrirhugað lónstæði. Svo var ekið að fyrirhuguðu stíflustæði í gljúfri Hólmsár við Atley og það skoðað. Ekið var aftur upp á veg og við Fauskalæk, þar sem útfall virkjunarinnar er fyrirhugað, kvöddu Helgi og Steinunn hópinn, rétt um kl. 14:30.

Frá Fauskalæk var ekið sem leið lá að Tunguseli, þar sem fulltrúar Suðurorku, þeir Guðmundur Valsson, Friðrik Friðriksson og Guðmundur Ingi Jónsson, buðu upp á kaffiveitingar og kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Búlandsvirkjunar. Einnig voru tveir ráðgjafar frá Mannviti á staðnum, Rúnar Bjarnason og Ómar Örn Ingólfsson. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir flutti einnig kynningu á sjónarmiðum landeigenda. Eftir kynningar í Tunguseli var ekið áleiðis inn á Fjallabak um áhrifasvæði virkjunarinnar og stoppað á völdum stöðum. Fulltrúar Suðurorku og Skaftárhrepps kvöddu hópinn í Hólaskjóli upp úr kl. 17 og var þá ekið beina leið í Hálendismiðstöðina Hrauneyjum þar sem hópurinn gisti. Komið var í náttstað kl. 20.

Sunnudagur 26. júlí:

Á sunnudagsmorgni var lagt af stað kl. 8:00. Í hópinn bættust sveitarstjórnarfólk úr Ásahreppi, Nanna Jónsdóttir varaoddviti, og úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þau Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri, Björgvin Skafti Bjarnason oddviti, Anna María Flygenring formaður umhverfisnefndar og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi. Einnig bættust þarna í hópinn tveir fulltrúar Landsvirkjunar, þeir Bjarni Pálsson og Pétur Ingólfsson.

Ekið var upp á Sprengisand og fyrirhugaðar framkvæmdir við Skrokköldu- og Hágönguvirkjanir kynntar og ræddar á leið inn að Hágöngulóni. Hádegisverður var snæddur á stíflunni og svo haldið til baka í Hrauneyjar, þangað sem komið var aftur um kl. 14:30.

Í Hrauneyjum yfirgáfu Bjarni Pálsson og Pétur Ingólfsson hópinn og Margrét Arnardóttir og Helgi Bjarnason komu í þeirra stað. Ekið var niður að Búrfellslundi og vindmyllur Landsvirkjunar skoðaðar. Hjá vindmyllunum slógust í hópinn þær Svanhvít Hermannsdóttir og Elín Höskuldsdóttir, sveitarstjórnarmenn úr Flóahreppi. Margrét Arnardóttir yfirgaf hópinn eftir kynningu á vindmyllunum og fyrirhuguðum framkvæmdum við Búrfellslund.

Frá Búrfellslundi var ekið sem leið liggur meðfram Þjórsá. Fyrirætlanir Landsvirkjunar með virkjanir í neðri Þjórsá – þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun – voru kynntar og ræddar. Stoppað var á völdum stöðum til að sjá staðhætti. Eftir síðasta stopp ferðarinnar, við Urriðafoss, kvaddi hópurinn sveitarstjórnarfólk og fulltrúa Landsvirkjunar og hélt til baka til Reykjavíkur og lauk ferðinni þar um kl. 19:30.

Sérfræðingar í faghópum tóku virkan þátt í leiðsögn um þau svæði sem farið var um og kynnti hver sitt sérsvið.

Dagskrá

Laugardagur 05.09.:

08:00                     Lagt af stað frá BSÍ

11:40-14:15         Hólmsárvirkjun við Atley

14:15-17:15         Búlandsvirkjun

17:15-19:45         Ekið í Hrauneyjar

20:00                     Kvöldverður og gisting í Hrauneyjum

Sunnudagur 06.09.:

8:00                       Lagt af stað frá Hrauneyjum í Hágöngur

10:30-12:00         Hágöngur og Skrokkalda

15:00-15:30         Búrfellslundur

16:00-19:00         Virkjanir í neðri Þjórsá

19:30                     Komið til baka til Reykjavíkur

 

Tekið saman 21. september 2015

Herdís Helga Schopka

 


* Síðast breytt kl. 11:15 24.9.2015 til að leiðrétta rangt nafn eins þátttakenda. HHS