Þingsályktanir um 3. áfanga lagðar fram á Alþingi

Þingsályktun byggð á tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga um flokkun virkjunarkosta hefur verið lögð fram þrisvar á Alþingi. 

Sigrún Magnúsdóttir, þáv. umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu þann 1. september 2016 og mælti fyrir henni 13. september. Ekki náðist að ljúka afgreiðslu málsins. Sjá upplýsingar um feril málsins á  vef Alþingis

Björt Ólafsdóttir, þáv. umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu þann 28. febrúar 2017 og mælti fyrir tillögunni 7. mars. Ekki náðist að ljúka afgreiðslu málsins. Sjá upplýsingar um feril málsins á vef Alþingis.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáv. umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu þann 30. nóvember 2020 og mælti fyrir tillögunni 21. janúar 2021. Ekki náðist að ljúka afgreiðslu málsins. Sjá upplýsingar um feril málsins á vef Alþingis.