Kynningarfundur með Landsneti, 11.06.2015

Fundarfrásögn

Fimmtudaginn 11. júní sl. hélt Landsnet kynningarfund fyrir verkefnisstjórn og faghópa 3. áfanga rammaáætlunar varðandi tengingar virkjunarkosta sem eru til umfjöllunar í 3. áfanga við flutningskerfi raforku. Fundurinn var haldinn í húsnæði Orkustofnunar og boðaði stofnunin til hans að beiðni faghópa og verkefnisstjórnar. Upptöku frá fundinum er að finna á YouTube-síðu rammaáætlunar. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Orkustofnunar.

Fyrir hönd Landsnets sátu fundinn Árni Jón Elíasson og Árni Möller sem báðir eru sérfræðingar á sviði kerfisþróunar hjá Landsneti, Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets og Sigurjón Ísaksson ráðgjafi hjá Eflu.