3. fundur faghóps 4, 10.02.2016

Fundarfrásögn

Faghópur 4 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

3. fundur, 10.02.2016, 17:00-18:00

Orkustofnun

Mætt: Daði Már Kristófersson (DMK) formaður hópsins, Sigurður Jóhannesson (SJ).

Forföll: Brynhildur Davíðsdóttir (BD)             

Gestir: Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri og Erla Björk Þorgeirsdóttir Orkustofnun

Fundarritari: Daði Már Kristófersson

  1. Ræddar voru forsendur kostnaðarmats og kostnaðarflokkunar virkjana í 3. áfanga, sem fram koma í skýrslu Orkustofnunar. 
  2. Farið var yfir ósk faghópsins um sundurliðun kostnaðar fyrir vatnsaflsvirkjanir annars vegar og jarðvarmavirkjanir hins vegar hvað varðar innlendan og erlendan kostnað. Ákveðið var að halda fund með Ómari Ingólfssyni sérfræðingi hjá Mannviti sem vann kostnaðarmatið um skiptingu kostnaðar.
  3. Fundi slitið kl. 18.

 

DMK