1. fundur faghóps 4, 16.12.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 4 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
1. fundur, 16.12.2015, 10:00-11:00
Háskóli Íslands
Mætt: Daði Már Kristófersson (DMK) formaður hópsins, Brynhildur Davíðsdóttir (BD), Sigurður Jóhannesson (SJ).
Forföll:
Fundarritari: Daði Már Kristófersson
- Rætt var um verkefnið framundan. Fagráð var sammála um að mjög skammur tími væri til stefnu og lítill möguleiki á að vinna nauðsynlega matsvinnu. Einnig að mat sem byggði einungis á fyrirliggjandi gögnum um kostnað og ytri áhrif væri svo ófullkomið að til lítils væri að verja í það tíma. Rétt væri þó að kanna hvort forsendur væru fyrir almennri greiningu á muni vatnsaflsvirkjana annars vegar og jarðvarmavirkjana hins vegar, t.d. hvað varðar umhverfisáhrif og kerfisbundinn mun á innlendum og erlendum kostnaði. Samþykkt var að leita til Orkustofnunar um frekari gögn.
- Fundi slitið kl. 11.
DMK