4. fundur faghóps 3, 24.09.2015

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

24. september 2015 kl. 9:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1

 

Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal.

Forföll: Ásgeir Brynjar Torfason.


  1. Farið yfir fundargerð síðasta fundar.
  2. Jón vakti athygli á aðferðafræði faghóps I í 2. áfanga rammaáætlunar.
  3. Magnfríður dreifði Íslandskorti þar sem virkjunarkostirnir eru afmarkaðir eftir svæðum á landinu.
  4. Umræða um drög að lista yfir rannsóknarbreytur.
  5. Ákveðið að Jón myndi kynna sér norsku rammaáætlunina með tilliti til rannsóknarspurninga. Magnfríður tók að sér að athuga með þá spurningarlista sem HA hefur notað í sínum rannsóknum. Jón, Dóra Guðrún, Magnfríður og Páll Jakob skiptu með sér verkum varðandi vinnu við að útfæra nánar einstök atriði á spurningalistanum.