3. fundur faghóps 3, 17.09.2015

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

17. september 2015 kl. 9:00 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1

 

Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal.

Forföll: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir


  1. Farið yfir fundargerð síðasta fundar.
  2. Greint frá skoðunarferð sem Jón og Magnfríður fóru í með faghópum 1 og 2, ásamt fleirum, á mögulegar virkjunarslóðir í Skaptárhreppi, við Hágöngulón og í Þjórsá.
  3. Rætt um áhuga heimamanna á að ræða samfélagsleg áhrif virkjana og möguleika á að faghópurinn skipuleggi fundi þar sem ólík sjónarmið með og móti virkjunum fengju að koma fram. Mikilvægt að skipuleggja slíka fundi vel. Einnig rætt um möguleika á að halda „workshops“ eða málþing til að fá fram ólík sjónarmið og til þess að fá yfirlit fyrir það hvað hafi nú þegar verið rannsakað varðandi samfélagsleg áhrif virkjana.
  4. Skýrsla Orkustofnunar um virkjunarkosti til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar.
  5. Aðferðafræði og rannsóknarverkefni – áframhald umræðu. Rætt um rýnihópa annars vegar og skoðanakönnun hins vegar, og hvort hugsa eigi þessar tvenns konar aðferðir í samhengi hvora við aðra eða hvort þarna sé um tvo tiltölulega sjálfstæða rannsóknarferla að ræða. Rætt um að tala við Félagsvísindastofnun um mögulegt samstarf varðandi rannsóknir. Mikilvægt að faghópurinn hafi skýrar hugmyndir um hvað eigi að gera við rannsóknarniðurstöður.
  6. Fyrir næsta fund: Gera drög að lista yfir breytur sem lægju til grundvallar könnun á afstöðu almennings til virkjunarkosta.
  7. Ákveðið að næstu fundir verði fimmtudaginn 24. september kl. 9:00 og fimmtudaginn 8. október kl. 9:00.