2. fundur faghóps 3, 03.09.2015

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

3. september 2015 kl. 9:00-10:40 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1 

 

Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal.


 1. Listi yfir virkjunarkosti sem faghópar hafa fengið til faglegrar umfjöllunar. Rætt um að fá nánari upplýsingar um kostina, staðsetningu o.s.frv.
 2. Farið yfir verkefni á vegum faghópa 1 og 2 sem hleypt hefur verið af stokkunum eða eru fyrirhuguð. Jón greindi frá samtölum um þetta efni við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, formann í faghóps 2,  Þorvarð Árnason í faghópi 1 og Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem vinnur að rannsókn á vegum faghóps 1.
 3. Umræður um aðferðafræði og mögulegar rannsóknir. Rætt um að rannsaka 
  1. viðhorf til mismunandi gerða virkjana og ólíkrar notkunar landssvæða meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni
  2. atvinnusköpun og efnahag fyrir viðkomandi svæði með tilliti til þess hvort og hvernig virkjunarframkvæmdir hafi styrkt byggðalög og einnig út frá því hvort ávinningurinn sem gert var ráð fyrir á undirbúnings- og framkvæmdastigi hefur gengið eftir
  3. líkur þess að virkjunarhugmyndir varðandi tiltekna kosti og landsvæði auki eða dragi úr átökum umfram aðra kosti
  4. einnig rætt um möguleika á að rannsaka óbein áhrif þess á líðan og heilsu fólks að verið sé að virkja og hvað það þýði að ósnortin náttúra sé gerð aðgengileg og henni umbylt. Beitt sé bæði spurningakönnunum og rýnihópum.