11. fundur faghóps 3, 16.12.2015

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

16. desember 2015,  kl. 9:30

Holtsbúð 15, Garðabæ

 

Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal. 

Forfölluð: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.


  1. Farið yfir reynsluna af fundinum sem haldinn var á Selfossi þann 12. desember (nauðsynlegt reyndist að fresta fundinum um viku vegna veðurs) með íbúum sveitarfélaganna við neðri hluta Þjórsár.
  2. Rætt um áframhaldandi rannsóknir.
  3. Röðun virkjunarkosta. Ákveðið að of miklar upplýsingar skorti til að unnt væri að raða virkjunarkostunum að svo stöddu. 
  4. Boð Landsvirkjunar um að mæta á fund faghósins og kynna sína virkjunarkosti. Ákveðið að þiggja boðið.