11. fundur faghóps 3, 16.12.2015
Fundargerð
Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
16. desember 2015, kl. 9:30
Holtsbúð 15, Garðabæ
Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal.
Forfölluð: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.
- Farið yfir reynsluna af fundinum sem haldinn var á Selfossi þann 12. desember (nauðsynlegt reyndist að fresta fundinum um viku vegna veðurs) með íbúum sveitarfélaganna við neðri hluta Þjórsár.
- Rætt um áframhaldandi rannsóknir.
- Röðun virkjunarkosta. Ákveðið að of miklar upplýsingar skorti til að unnt væri að raða virkjunarkostunum að svo stöddu.
- Boð Landsvirkjunar um að mæta á fund faghósins og kynna sína virkjunarkosti. Ákveðið að þiggja boðið.