10. fundur faghóps 3, 26.11.2015
Fundargerð
Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
26. nóvember 2015, kl. 9-10
Fundarherbergi Félagsvísindastofnunar í Gimli
Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal.
Forfölluð: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.
- Farið yfir dagskrá og tilhögun fyrirhugaðs fundar með íbúum sveitarfélaganna við neðri hluta Þjórsár þann 5. desember með starfsfólki Félagsvísindastofnunar. Jafnframt farið yfir umræðuramma fundarins og gerðar á honum vissar breytingar.