8. fundur faghóps 2, 31.03.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

8. fundur, 31.03.2015, 13:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV) og Sveinn Runólfsson (SR). Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) tók þátt í fundinum símleiðis.

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME), LUK-sérfræðingur

Forföll: Einar Torfi Finnsson (ETF)

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)

 

  1. Fundur settur kl. 13:30. 
  2. ADS minnti fólk á að skila inn excel-skjali með upplýsingum um hvenær fólk komist í vettvangsferð í sumar og að vera duglegt að lesa fundargerðir jafn óðum og þær berast.  
  3. Staða á landupplýsingagrunni faghópsins: ÁME sýndi afrakstur vinnu sinnar við að safna gögnum í landupplýsingagrunn faghópsins. HHS og ÁME þurfa að tala við skjalastjóra UAR um hvernig LUK-gögnunum er best fyrir komið í málaskrá ráðuneytisins. HHS tók að sér að sjá um málið.   
  4. Rannsóknahugmyndir: ADS skýrði frá að á fundi formanns verkefnisstjórnar með skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og rekstrar í UAR hafi komið fram að til sé fjármagn til að fara í rannsóknir vegna rammaáætlunar, bæði nú í sumar og næsta sumar. Mikilvægt er að framkvæma rannsóknir sem nýtast annars vegar fyrir vinnu við 3. áfanga, sem nú stendur yfir, og hins vegar fyrir síðari áfanga rammaáætlunar. Ræddar voru ýmsar hugmyndir að verkefnum og hvar þörfin væri mest. Faghópurinn mun hugleiða fram að næsta fundi hvaða rannsóknaverkefni hann telur brýnust. Rætt var hvort skoða ætti að faghópar 1 og 2 sameinuðust um að velja rannsóknaverkefni sem skiluðu verðmætustu niðurstöðum fyrir  báða hópana.  
  5. Bréf faghóps til verkefnisstjórnar: Hópurinn lagði lokahönd á drög sín að svarbréfi til verkefnisstjórnar vegna fyrirspurnar verkefnisstjórnar um álit hópsins á fimm virkjunarkostum. Formaður mun ganga endanlega frá svarbréfinu í samráði við formann faghóps 1. Rætt hvaða lögfræðingi ætti að fela yfirlestur bréfsins og ætlaði formaður að hafa um það samráð við formann faghóps 1.  
  6. Fundi slitið kl. 16:14.

 

HHS