7. fundur faghóps 2, 17.03.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2

3. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

7. fundur, 17.03.2015, 13:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK) (yfirgaf fundinn kl. 16), Einar Torfi Finnsson (ETF), Sigrún Valbergsdóttir (SV) og Sveinn Runólfsson (SR). Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) tók þátt í fundinum símleiðis.

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME), LUK-sérfræðingur.

Forföll: Guðni Guðbergsson (GG).

Fundarritarar: Þ. Auður Ævarr Sveinsdóttir (AÆ) til kl. 14:55, Herdís Helga Schopka (HHS) tók svo við.

Auglýst dagskrá:

  1. Farið yfir erindi frá verkefnisstjórn. 
  2. Landfræðilegur gagnagrunnur faghópsins.   
  3. Önnur mál

 

  1. Fundur settur kl. 13:30.   
  2. Erindi frá verkefnisstjórn til faghópa: ADS lagði fram erindi frá verkefnisstjórn, sem sent var faghópum þann 2. mars sl., til umræðu. Í erindinu er óskað eftir faglegri umfjöllun faghópa um 24 af þeim 81 virkjunarkosti sem Orkustofnun hefur sent til verkefnisstjórnar. Einnig er í erindinu þess farið á leit við faghópa að þeir gefi verkefnisstjórn álit sitt á fimm virkjunarkostum til viðbótar varðandi það hvort forsendur þessara virkjunarkosta hafi breyst að því marki að þá beri að meta að nýju. Erindi verkefnisstjórnar var rætt.  
  3. Landfræðilegur gagnagrunnur faghópsins: Dagskrárlið frestað.  
  4. Önnur mál: Rætt var um gæði og umfang gagna í vinnu faghópsins og um 1. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, þar sem kveðið er á um aðkomu Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins (nú Minjastofnunar Íslands), Náttúrufræðistofnunar Íslands og Ferðamálastofu Umhverfisstofnunar að því að meta hvort hlutaðeigandi eða fyrirliggjandi gögn nægi til mats á virkjunarkostum.   
  5. Fundi slitið kl. 16:20.

 

AÆ og HHS