4. fundur faghóps 2, 27.11.2014

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

4. fundur, 27.11. 2014, 13:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS).

Fjarverandi: Einar Torfi Finnsson (ETF).

 1. Fundur settur kl. 13:10. 
 2. Nýr vefur: HHS kynnti nýjan vef rammaáætlunar. 
 3. Vinnuskjal vegna gagnabrunns – HHS sýndi fulltrúum excel-skjal vegna gagnabrunns, kallaði eftir hugmyndum/tillögum um breytingar/úrbætur á breytum og gildum. 
 4. Úrsögn Jóhannesar Sveinbjörnssonar úr faghópi 2: ADS kynnti ákvörðun JS að segja sig úr hópnum vegna mikils vinnuálags og erfiðrar fjárhagsstöðu LbhÍ. 
 5. Minnisblað um þóknanir til fulltrúa – GG gerir athugasemd við að fólki hjá stofnunum sé mismunað með lægri greiðslum. Útlagður kostnaður vegna ferða til funda – er það skv. reglum FJR (greidd laun fyrir tíma á ferð)? Þarf að taka út úr plagginu „fulltrúar stofnana“ – enginn er fulltrúi stofnunar sinnar. HHS kemur óskum um breytingar á orðalagi á framfæri við SFR í UAR. 
 6. Umræður um ATH-blað: ATH-blað úr öðrum áfanga rammaáætlunar rifjað upp og breytt smávægilega til samræmis við reikniformúlu matsaðferðarinnar. 
 7. Mat á virkjunarkosti, Hólmsá við Atley/Öldufell – hópurinn æfði sig í að meta viðföng fyrir ferðasvæðið Öldufell. 
 8. Önnur mál 
  1. Fundartímar fram á vorið – Allir sammála um að setja niður fundartíma langt fram í tímann. AGS og SV vilja gjarna hittast í eftirmiðdaginn, SSJ vill helst eftir hd. á þriðju- eða fimmtudögum. Töluvert af kynningarfundum verða á vegum rammaáætlunar í desember. Næsti fundur faghópsins bókaður 6. janúar 2015 og annan hvern þriðjudag þar á eftir, kl. 13:30-16:30. 
 9. Fundi slitið kl. 15:55.

Herdís H. Schopka