34. fundur faghóps 2, 18.08.2016
Fundarfrásögn
Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
34. fundur, 18.08.2016, 13:00-17:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Guðni Karlsson (ÁGK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Sveinn Sigurmundsson (SS) og Sveinn Runólfsson (SR).
Sigrún Valbergsdóttir (SV) boðaði forföll.
Fundarritari: ADS
- Fundur settur kl. 13:00.
- Yfirferð á athugasemdum og umsögnum. Faghópurinn fór yfir þær umsagnir sem höfðu borist um endurskoðuð drög að flokkun virkjunarkosta í 3. áfanga rammaáætlunar og ræddi viðbrögð við þeim. Nokkur atriði voru endurskoðuð og endurmetin. Rætt var um hvernig skýra megi betur niðurstöðu faghópsins með tilliti til stærðar áhrifasvæða virkjana og einkunnargjöf.
- Endurskoðun lokaskýrslu. SR og SS falið að bregðast við athugasemdum um beit, GG um veiði og ADS og SSJ um ferðamennsku. ADS sendir skýrsluna til yfirlestrar á faghópinn síðasta lagi 23. ágúst. Faghópurinn les skýrsluna og verður henni skilað til verkefnisstjórnar 25. ágúst.
- Fundi slitið kl. 17:00.
ADS