29. fundur faghóps 2, 05.02.2016

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

29. fundur, 5.02.2016, 10:30-17:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Guðni Karlsson (ÁGK), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sveinn Sigurmundsson (SS), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) tók þátt í fundinum símleiðis og Sveinn Runólfsson (SR) kom í klukkustund á fundinn og greindi frá niðurstöðum beitarhlunninda.

Forföll: Einar Torfi Finnsson (ETF)

Fundarritari: ADS

  1. Fundur settur kl. 10:30.
  2. Niðurstöður fyrir beitarhlunnindi: SR og SS kynntu tillögur um virði svæða fyrir beit og áhrifum virkjana á beitarhlunnindi en fyrir fundinn höfðu þeir sent tillögurnar á faghópinn. Tillögurnar ræddar og breytt lítillega. 
  3. Sameining ólíkra viðfangsefna faghóps 2: Rætt var hvaða aðferðum ætti að beita til að sameina viðfangsefni faghópsins (ferðamennsku og útivist, beitarhlunnindi og veiðar). Ákveðið að beita sömu aðferð og í 2. áfanga rammaáætlunar, þ.e. miðað við hlutdeild í landsframleiðslu. GG tók að sér að finna til gögn vegna veiða og AGS fyrir hlutfallslega skiptingu viðfangsefnanna.
  4. Lokaniðurstöður faghópsins: Rætt var hvort að nota ætti reiknilíkan (aðferðafræði) faghópsins eða AHP-þrepagreiningu til að komast að lokaniðurstöðum faghópsins. Rýnt var í þyrpingagreiningu og aðrar tölulegar greiningar sem Daði Már Kristófersson formaður faghóps 4 hafði gert úr gögnum faghópsins en fyrir fundinn höfðu niðurstöður þeirrar greiningar verið sendar á faghópinn. Ákveðið var að nota reiknilíka faghópsins til að raða virkjunarkostunum og nota rauð flögg með sem væru sett fram í texta.
  5. Endurskoðun á aðferðafræði: Rætt var hvort nota ætti allar 10 einkunnir sem gefnar eru fyrir afþreyingu eða hvort nota ætti 4 hæstu einkunnirnar. Fyrir fundinn höfðu allar einkunnir verið reiknaðar með sitt hvorri aðferðinni og niðurstöðurnar sendar á faghópinn. Tekin var ákvörðun um að nota 4 hæstu einkunnirnar þar sem sú aðferð hentar betur fyrir markmið rammaáætlunar.
  6. Yfirferð á einkunnum: Fyrir fundinn höfðu AGS og SV farið yfir allar einkunnir faghópsins og sent skjal með breytingartillögum á nokkrum einkunnum. Farið var yfir tillögurnar og einkunnir endurskoðaðar.
  7. Samlegðaráhrif virkjana: Rætt var hvort og þá hvernig faghópurinn gæti tekið á samlegðaráhrifum virkjananna sem til umfjöllunar eru í 3. áfanga rammaáætlunar. Ekki fannst lausn á því hvernig það væri gert og málið látið liggja í bili.
  8. Drög að lokaskýrslu: Fyrir fundinn hafði verið send út drög að lokaskýrslu sem SSJ og ADS höfðu skrifað. Skimað var í gegnum skýrsluna og leitað álits hjá faghópnum á nokkrum atriðum. 
  9. Fundi slitið kl. 17:30.

 

ADS