17. fundur faghóps 2, 24.11.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
17. fundur, 17.11.2015, 13:00-18:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Guðni Karlsson (ÁGK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).
SR þurfti að víkja af fundi kl. 14 og ÁGK kl. 16.
Gestur: Adam Hoffritz (AH).
Fundarritari: ADS
- Fundur settur kl. 13:00.
- Skilgreiningar á ferðasvæðum og áhrifasvæðum virkjana: Haldið var áfram að skoða skilgreiningar á ferðasvæðum og áhrifasvæðum virkjana. Vinnan er langt komin og mun ljúka á næsta fundi faghópsins.
- Endurskoðun á vogtölum í aðferðafræði: Fyrir fundinn höfðu ADS og SSJ sent í tölvupósti tillögu um vogtölur til að byggja útreikninga á virði ferðasvæða og áhrifum virkjana. Umræðu frestað fram að næsta fundi.
-
Önnur mál:
- ADS tilkynnti að Sveinn Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands hefði bæst í faghóp 2 en mun ekki byrja að vinna með faghópnum fyrr en á nýju ári.
- ADS tilkynnti að spurningakönnun meðal ferðaþjónustuaðila yrði lögð fyrir í samstarfi við Ferðamálastofu og er stefnt að því að hún verði send út í kvöld eða á morgun.
- ADS minnti á að skýrslan Viðhorf ferðamanna til nokkurra virkjana í 3. áfanga rammaáætlunar hefði verið send til fundarmanna til yfirlestrar.
- Fundi slitið kl. 18:00.
ADS