13. fundur faghóps 2, 13.10.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
13. fundur, 13.10.2015, 11:30-13:30
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).
Forföll: Sveinn Runólfsson (SR) og Einar Torfi Finnsson (ETF)
Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)
- Fundur settur kl. 11:38.
- Kynning á frumniðurstöðum rannsóknaverkefna: ADS dreifði bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknaverkefna sem faghópurinn skilgreindi og lét ráðast í í sumar. Öllum gögnum hefur verið safnað saman og þau skráð og færð inn í tölfræðiforrit. Næsta skref er að koma gögnunum inn í landfræðilegan gagnagrunn og síðan kortagerð.
- Umræður um mögulega endurskoðun á aðferðafræði: Farið var yfir aðferðafræði hópsins frá 2. áfanga rammaáætlunar og rætt um mögulegar breytingar á henni.
- Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
- Fundi slitið kl. 13:30.
HHS