11. fundur faghóps 2, 26.05.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

11. fundur, 26.05.2015, 13:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Áki Karlsson (ÁK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV) og Sveinn Runólfsson (SR).

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME), LUK-sérfræðingur

Forföll: Anna G. Sverrisdóttir (AGS) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)

 

  1. Fundur settur kl. 13:39.   
  2. Fundur formanna rammaáætlunar með fulltrúum Skipulagsstofnunar: ADS kynnti umræðurnar sem urðu á fundi formanna rammaáætlunar með fulltrúum Skipulagsstofnunar í liðinni viku. Á þeim fundi náðist að ræða öll úrlausnarmál sem til stóð að ræða á fundi faghópa með Skipulagsstofnun þannig að nú hefur verið fallið frá því að halda slíkan fund. Skema um verksvið UMÁ var rætt og einkum hvernig má útfæra þau vinnubrögð til samræmis við það kerfi sem faghóparnir hafa nú þegar þróað. Víðernishugtakið er erfitt viðfangs og margar skilgreiningar til. Rætt hvort og þá hvernig sé hægt að samræma notkun faghópanna á víðernishugtakinu. Í Landskipulagsstefnu kemur fram að Skipulagsstofnun og UST skuli þróa skilgreininguna á þessu hugtaki frekar, enda nauðsynlegt að skerpa á skilgreiningunni nú þegar hugtakið er farið að skipa lykilsess í stefnumörkun hins opinbera. Rætt hvort og þá hvernig faghóparnir geti lagt til þeirrar vinnu, m.a. með þeim rannsóknum á landslagi og víðernum sem áformað er að gera í sumar. Stefáni Gíslasyni var falið að fá einhvern utanaðkomandi aðila til að útbúa excel-skjal eða annað sambærilegt þannig að auðveldara sé að vinna með gögnin en í 2. áfanga. 
  3. Staða rannsóknaverkefna: ADS dreifði lista yfir hugmyndir að rannsóknaverkefnum á sviði ferðamennsku og útivistar sem hópurinn hefur unnið. Forgangsröðunin sem hún lagði til var rædd og breytt lítillega.   
  4. Vettvangsferðir: ADS minnti á vettvangsferðirnar (dagsferð 3.6., helgarferð á Norðurland og Kjöl 25.-26.7., helgarferð á Suðurland og Sprengisand 5.-6.9.). Starfsmaður mun senda út póst til allra meðlima faghópanna til að minna á að svara hvort fólk ætli sér að koma með.  
  5. Næstu fundir: Vettvangsferð faghópa á Reykjanes og Hengil verður miðvikudaginn 3. júní nk. Ekki verður boðaður annar fundur á næstunni nema hugsanlega upplýsingafundur með Landsneti, náttúruverndarsamtökum eða hópnum sem er að vinna að mótun ferðamálastefnu.   
  6. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.  
  7. Fundi slitið kl. 15:10.

 

HHS


Síðast breytt 05.11.2015: Stafsetningarvillur leiðréttar.