12. fundur faghóps 1, 25.09.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
12. fundur, 25.09.2015, 09:30-12:30
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Gísli Már Gíslason (GMG) (yfirgaf fundinn kl. 11:00), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason (ÞÁ).
Gestir: Sigmundur Einarsson (SE) og Þorleifur Eiríksson (ÞE) frá verkefnum um fjölbreytileika lífs, lands og menningarminja og áhrif virkjana á náttúru- og menningarminjar, landslag og víðerni.
Forföll: Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).
Fundarritari: Skúli Skúlason (til kl. 10:15) og Herdís Helga Schopka.
- Fundur settur kl. 09:30. Í upphafi fundar var spjallað almennt um atburðarás sumarsins frá síðasta fundi, rannsóknarverkefni, vettvangsferðir o.fl.
-
Staða mála í verkefnum og almennt; kynningar:
- ÞÁ – landslag og víðerni. Gagnasöfnun (vettvangsvinna) vegna greiningar á landslagi og víðernum hófst um miðjan júlí og stóð yfir fram í miðjan september. Gögnum var safnað frá rúmlega 60 stöðum. Rannsóknir á landslagsmati fóru fram í júlí og ágúst, úrvinnsla á gögnum er hafin. Viðræður eru hafnar við Félagsvísindastofnun um framkvæmd tveggja verkefna; ljósmyndarannsókn (rýnihóparannsókn vegna landslagsmats) og viðtalsrannsókn við nokkra hópa útivistarfólks um víðerni.
- SKP - örverur á háhitasvæðum: Staða á vistgreiningu hverasvæða - hitakærum örverum: Sýnataka stóð yfir fram á haust og lauk í september. Sýni voru tekin á jarðhitasvæðum í Fremrinámum, Þverárdal, Innstadal og Austurengjum. DNA einangrun úr sýnum er nú lokið og kjarnsýrumögnun (PCR) fyrir bakteríur og fornbakteríur er í gangi þessa dagana. Síðan er áformað að raðgreina.
- ÞE og SE - fjölbreytni lífs, lands og menningarminja og áhrif virkjana á náttúru- og menningarminjar, landslag og víðerni: Greint var frá framvindu verkefnanna og nálgunin á viðfangsefnin kynnt. Verkefnin eru samkeyrð. Upplýsingaöflun og úrvinnsla fyrir þessi verkefni mun styðja við sérfræðingavinnu faghópsins.
- Framvinda allra verkefna er góð og talsverðar umræður spunnust um þau.
- Önnur mál: Engin önnur mál voru rædd.
- Fundi slitið kl. 12:30.
HHS