73. fundur, 21.03.2017

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

73. fundur, 21.03.2017, 13:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigurður Arnalds (SA), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð. 

  1. Fundur settur kl. 13:13.
  2. Skilafundur verkefnisstjórnar með ráðherra: Ráðherra mun hitta verkefnisstjórnina miðvikudaginn 29. mars, þar sem verkefnisstjórnin afhendir minnisblöð sbr. dagskrárliði 3 og 4.
  3. Minnisblað um viðbótarverkefni skv. erindisbréfi: Gengið var frá endanlegri útgáfu af minnisblaði um viðbótarverkefni.
  4. Minnisblað um reynslu verkefnisstjórnar af framfylgd laga nr. 48/2011: Drög formanns að minnisblaði um reynslu verkefnisstjórnar af framfylgd laganna voru rædd. Samþykkt var að fela formanni að ganga frá minnisblaðinu með hliðsjón af umræðum á fundinum og að teknu tilliti til athugasemda verkefnisstjórnar sem berast skyldu formanni í síðasta lagi 22. mars.
  5. Önnur mál: Fleira var ekki rætt. Í fundarlok þakkaði formaður fulltrúum í verkefnisstjórn fyrir farsælt samstarf síðustu fjögur ár.
  6. Fundi slitið kl. 15:45.

Herdís H. Schopka