62. fundur, 03.03.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

62. fundur, 03.03.2016, 10:30-20:00

Hraunsnefi, Norðurárdal

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ). SG skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 09:30.
  2. Umsagnir stofnana: Farið var yfir fyrirliggjandi umsagnir stofnana um nægjanleika gagna, sbr. 10. gr. laga nr. 48/2011. Fyrir lágu umsagnir Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 21. desember 2015, Minjastofnunar Íslands, dags. 10. febrúar 2016 og Ferðamálastofu, dags. 23. febrúar 2016. Umsögn Umhverfisstofnunar er væntanleg á allra næstu dögum.
  3. Áhrif vatnsaflsvirkjana á hafsvæði:  Fram kom að hugsanlega lægju nú fyrir ný gögn varðandi áhrif vatnsaflsvirkjana á hafsvæði. Samþykkt var að verkefnisstjórn myndi kynna sér stöðu þekkingar á þessu sviði. 
  4. Frumdrög að flokkun virkjunarkosta: Farið var yfir einkunnagjöf faghóps 1 og faghóps 2, svo og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar og ábendingar sem haft gætu áhrif á endanlega flokkun virkjunarkosta í tillögu verkefnisstjórnar til ráðherra. Samþykkt var að halda þeirri vinnu áfram á næsta fundi.
  5. Fundi slitið kl. 20:00.

 

Stefán Gíslason