18. fundur, 10.12.2013

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða

18. fundur, 10.12.2013, 09:00-11:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Hilmar J. Malmquist (HJM) varamaður Hildar Jónsdóttur og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 09:15.
  2. Umsögn verkefnisstjórnar um reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun: Athugasemdir bárust frá HJM og ÞEÞ fyrir fundinn. HB skilaði ekki athugasemdum en lýsti því að umsögn hennar væri samhljóða umsögn Orkustofnunar. Farið var í gegnum drögin að reglugerðinni á fundinum og út frá niðurstöðum þeirra umræðna var umsögn verkefnisstjórnar rituð. Umsögnin er fylgiskjal með þessari fundargerð.
  3. Málefni faghópa, kynning á innkomnum tillögum um virkjunarkosti frá Orkustofnun: Frestað til næsta fundar.
  4. Fundi slitið kl. 11:00.


Herdís H. Schopka


Fylgiskjal: Umsögn verkefnisstjórnar um drög að reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun