7. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

7. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Háhyrna, Skuggasundi 1

Tími: 17. nóvember 2021 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) (á fjarfundi) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

UAR: Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestir: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Staða vinnunnar

  1. Formenn faghópa

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Fundargerð síðasta fundar – frestað til næsta fundar.
  2. Vefur og gagnamál - frestað til næsta fundar.
  3. Rætt um tillögu formanns verkefnisstjórnar að formanni faghóps 4. Tillaga samþykkt.
  4. Framhald vinnunnar rætt.
  5. Aðkoma verkefnisstjórnar að störfum og aðferðafræði faghópa. Lagt er til að hver meðlimur setji sig sérstaklega vel inn í störf eins faghóps svo tryggt sé að verkefnisstjórn sé með djúpa þekkingu á aðferðafræði allra faghópanna. Ása og Agnes faghóp 1, Ólafur faghóp 2, Þórgnýr faghóp 3, Guðrún faghóp 4.
  6. Störf faghópa. Formenn faghópa 1, 2 og 3 komu á fundinn kl. 14:30 til skrafs og ráðagerða við verkefnisstjórn. Rætt um framhald vinnunnar, mönnun faghópa, samvinna faghópa og ýmislegt fleira varðandi störf hópanna.
  7. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00