6. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

6. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Skúta, Skuggasundi 1

Tími: 20. október 2021 kl. 14:00-16:00


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

UAR: Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestir: Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (14:00-15:20).


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Fundargerð síðasta fundar

  1. Gestur: Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri

  1. Faghópar

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  1. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kom á fund verkefnisstjórnar. Umræður um stöðu rammaáætlunar, samstarf Orkustofnunar og verkefnisstjórnar. Aðilar sammála um mikilvægi þess að Orkustofnun og verkefnisstjórn eigi með sér gott og náið samstarf.

  1. Faghópar. Fyrir liggur hvaða aðilar muni leiða starf faghópa 1, 2 og 3. Enn hefur ekki verið gengið frá því hver tekur að sér að leiða starf faghóps 4 en það ætti að skýrast fljótlega.

  1. Önnur mál:

    1. Starfið fram að næsta fundi - ganga frá skipun formanna faghópa, tæknimál varðandi vef og gagnavistun landfræðilegra gagna
    2. Ákveðið að bjóða formönnum faghópa á næsta fund
    3. AS vekur máls á vægi viðfanga og vægi menningarminja í starfi faghóps 1. Rætt.

Fundi slitið kl. 16:00