4. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

4. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Skúta, Skuggasundi 1

Tími: 15. september 2021 kl. 14:00-16:00


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS)

Varamenn vstj: Valgerður Benediktsdóttir, Ingvar Smári Birgisson, Þór Hjaltalín. Jórunn Harðardóttir og Róbert Stefánsson voru í fjarfundi. Varamenn sátu fund kl. 14:00-15:30

Forföll varamanna: Andrea Sigurðardóttir

UAR: Herdís Helga Schopka (HHS). Sigríður Svana Helgadóttir (SSH) kom inn á seinni hluta fundarins á fjarfundi.


Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Varafulltrúar í verkefnisstjórn. Kynning og umræða.
  3. Fundargerð síðasta fundar
  4. Faghópar
  5. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:18.

  1. JGP opnaði fundinn, gestir kynntu sig.
  2. HHS flutti kynningu á stjórntækinu rammaáætlun fyrir varamenn. Umræða um stjórntækið og virkni þess. 
  3. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
  4. Faghópar: Formaður verkefnisstjórnar hefur að undanförnu unnið að því að skoða með fólk til að leiða störf faghópa Rammaáætlunar. Miðað er við, að það verði áfram fjórir faghópar og fagsvið þeirra verði með svipuðum áherslum og verið hefur. Formanni falið að vinna að því áfram fyrir næsta fund.
  5. Önnur mál: Ýmis lagaleg atriði varðandi vinnulag verkefnisstjórnar rædd með SSH lögfræðingi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Fundi slitið kl. 16:00