39. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
39. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 07. júní 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS).
URN: Herdís Helga Schopka (HHS)
Formenn faghópa: Öll, sitja fund kl. 14:00-15:30.
Dagskrá:
Inngangur
Aðferðafræði verkefnisstjórnar
Vettvangsferðir
Formenn faghópa kynna verkefnistillögur og ræða
Noregsferð
Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur: Dagskrá kynnt
- Aðferðafræði við mat á virkjunarkostum: Unnið er að nokkrum samantektum um þá aðferðafræð sem beitt er við mat á virkjunarkostum i rammaáætlun. Unnið er að greinargerð um beitingu fjölþáttagreininga í tengslum við landupplýsingakerfi við greiningar á orkuverkefnum, og eins um ýmis atriði varðandi mat á vindorkuverum. Markmið að þessar greinargerðir verði hægt að birta í haust.
- Vettvangsferðir: Rætt um tillögur að vettvangsferðum í ágúst.
- Formenn faghópa kynna verkefnistillögur og ræða
- Faghópur 1: HHÆ kynnir tillögur faghópsins um rannsóknir á viðföngum faghóps 1 í tengslum við þá virkjunarkosti sem eru í skoðun hjá verkefnisstjórn 2023.
- Faghópur 2: ADS kynnir tillögur faghópsins um rannsóknir á viðföngum faghóps 2 í tengslum við þá virkjunarkosti sem eru í skoðun hjá verkefnisstjórn 2023.
- Faghópur 3: JÁK kynnir tillögur faghópsins um rannsóknir á viðföngum faghóps 3 í tengslum við þá virkjunarkosti sem eru í skoðun hjá verkefnisstjórn 2023.
- Faghópur 4: PJ kynnir tillögur faghópsins um rannsóknir á viðföngum faghóps 4 í tengslum við þá virkjunarkosti sem eru í skoðun hjá verkefnisstjórn 2023.
- Formenn yfirgáfu fund eftir kynningar. Verkefnisstjórn ræddi tillögur hópanna og í samhengi fjárveitinga.
- Kynnisferð til Noregs: Umfjöllun um það sem kom fram í kynnisferð um málefni vindorku í Noregi, skipulagðri af Grænvangi, sem ÞD fulltrúi í verkefnisstjórn tók þátt í var frestað til næsta fundar.
- Önnur mál:
- Ákveðið að skoða með mögulegan aukafund verkefnisstjórnar fimmtudaginn 15. júní kl. 12:00-13:00.
Fundi slitið kl. 16:12.