37. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

37. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 10. maí 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)

Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Vettvangsferðir
  3. Önnur mál

Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00

  1. Inngangur:
    1. Fundargerðir 32.-36. funda yfirfarnar og samþykktar.
    2. Samspil rammaáætlunar og vatnaáætlunar. Ákveðið að leita leiðsagnar URN um þetta samspil, þ.e. hvort og þá hvernig vinna verkefnisstjórnar kunni að snerta nýsamþykkta vatnaáætlun
  2. Vettvangsferðir: Rætt um fyrirkomulag vettvangsferða sem yrðu skipulagðar fyrir fulltrúa faghópa og verkefnisstjórnar. Ákveðið að fela HHS að undirbúa ferðir á staði sem verkefnisstjórn hefur verið falið að meta tillögur að virkjunarkostum. Stefnt á að gera það í ágúst. 
  3. Önnur mál: 
    1. Tillögur faghóps 3 að breytingu á rannsóknaverkefni vegna samfélagsáhrifa virkjunarkosta í Neðri-Þjórsá. Breytingar samþykktar.

Fundi slitið kl. 16:00.