31. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
31. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 8. febrúar 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Agnes Stefánsdóttir (AS), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
Forföll: Herdís Helga Schopka (HHS) URN
Dagskrá:
Inngangur
Undirbúningur að opnum kynningarfundi
Viðhorfskönnun
Virkjunarkostir til umfjöllunar
5. Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur:
- Fundargerð 30. fundar samþykkt.
- Drög að svari vegna beiðni um endurmat virkjunarkosta rædd og formanni falið að senda svar verkefnisstjórnar.
- Undirbúningur að opnum kynningarfundi: Skipulag fundarins og inntak kynninga rætt. Tveir formenn faghópa komu inná fundinn undir þessum lið, Hafdís Hanna Ægisdóttir (FH1) og Páll Jensson (FH2), en formenn FH 2 og 3 voru búnir að ræða skipulag á sínum innleggjum við JGP. Ákveðið að ÞD úr verkefnisstjórn verði fundarstjóri. Fundurinn verður 15. febrúar kl. 10:00-12:00 í Þjóðminjasafninu.
- Viðhorfskönnun: Faghópur 3 (samfélag) hefur áform um að framkvæma viðhorfskönnun meðal landsmanna sem hluta af sinni gagnasöfnun. Rætt að mögulega mætti bæta spurningum við könnunina m.a. frá verkefnisstjórn eða öðrum faghópum. Ákveðið að fá formann FH3 á næsta fund verkefnisstjórnar til að kynna könnunina.
- Virkjunarkostir til umfjöllunar: Verkefni við endurmat virkjunarkosta úr 3. áfanga rædd. Einnig mat á vindorkukostum og þeim öðrum virkjunarkostum sem sendir voru 4. áfanga. Ákveðið að fá formenn faghópa á næsta fund til að ræða.
- Önnur mál: Engin
Fundi slitið kl. 16:00.