3. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

3. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga 

Staður: Háhyrna, Skuggasundi 3 

Tími: 1. september 2021 kl. 13:30-16:00


Mætt:  

Verkefnisstjórn: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) (á fjarfundi), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD). 

  

Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Fundargerð síðasta fundar
  3. Vefsíða og uppfærsla á efni til kynningar og upplýsinga um RÁ
  4. Faghópar
  5. Önnur mál

Fundarfrásögn: 

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Fundargerð 2. fundar samþykkt.
  2. Vefsíða: JGP fór yfir hugmyndir um uppfærslu á vef Rammaáætlunar. Kemur með tillögur að uppfærslu og breytingum í samstarfi við starfsmann verkefnisstjórnar sem annast umsjón með vefnum.
  3. Faghópar: Verkefnisstjórn fór yfir og ræddi ítarlega vinnu faghópa fyrri áfanga Rammaáætlunar og hvernig aðferðafræði hefur verið beitt og hún þróast. Verður rætt áfram.
  4. Önnur mál: Rætt að boða varamenn á næsta fund verkefnisstjórnar.
Fundi slitið kl. 16:00