25. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

25. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fundur

Tími: 26. október 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) (sat fund frá kl. 15:00).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestir: Ásta K. Óladóttir (ÁKÓ) og Michaela Hrabalíková (MH) frá LMÍ sátu fundinn kl. 14:10 - 14:50.


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Vindorkukostir og mat á þeim

  1. Virkjanakostir í biðflokki

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:05.

  1. Inngangur
  2. Vindorkukostir og mat á þeim
    1. Vefsjá rammaáætlunar fyrir vindorkukosti. ÁKÓ og MH komu á fundinn og kynntu vinnu LMÍ að vefsjá. Umræða. Verkefnisstjórn leggur áherslu á að ein vefsjá verði til fyrir alla vinnu með landfræðilegar upplýsingar innan rammaáætlunar. Virkni vefsjárinnar m.t.t. sýnileika- og hávaðagreininga rædd, einnig virkni m.t.t. þrívíddarlíkana af vindorkuverum. 
    2. Væntanlegir kynningarfundir, þar sem virkjunaraðilar vindorkuvera munu kynna virkjunarhugmyndir sínar fyrir faghópum og verkefnisstjórn. Um Teams-fundi er að ræða sem haldnir verða 3., 4. og 9. nóvember næstkomandi. HHS kynnir stöðu málsins.  
    3. Samskipti við stefnumótandi vindorkunefnd stjórnvalda. Formaður segir frá. 
    4. Aðferðafræði við samræmt mat á staðarvali vindorkuvera. Mikilvægt að kynna sér fagleg sjónarmið sem nýst geta verkefnisstjórn í að samþætta niðurstöður faghópanna. 
  3. Virkjanakostir í biðflokki: Frestað til næsta fundar. 
  4. Önnur mál: Formanni verkefnisstjórnar hefur verið boðið að sækja fund Hagsmunaráðs Landsnets hinn 6.11. og kynna vinnu við mat á vindorkukostum. Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00.