19. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

19. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 1. júní 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS)


Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Skipulag vinnu framundan
  3. Virkjanakostir í 4. áfanga
  4. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur Formaður setti fund. 
    1. Umræður um kynningarfund verkefnisstjórnar 18.5., sem var vel sóttur og heppnaðist vel. Fundinum var streymt og hann tekinn upp. Upptakan er aðgengileg á vefsíðu rammaáætlunar. 
    2. Umræður um málþing Hagfræðistofnunar um verðmætamat í rammaáætlun sem haldinn var 19.5. í Þjóðminjasafninu. Formaður verkefnisstjórnar tók þátt í pallborði. 
  2. Skipulag vinnu framundan: Alþingi er með til umfjöllunar 3. áfanga rammaáætlunar og ekki annað að skilja en það stefni að afgreiðslu hans fyrir þinglok. Rætt hvernig best verði að takast á við mat á virkjanakostum sem þar eru til umfjöllunar, verði þingsályktunin samþykkt. 
  3. Virkjunarkostir í 4. áfanga: 
    1. Rætt hvaða rannsóknir vanti til að hægt sé að ljúka mati á þeim virkjunarkostum sem verkefnisstjórn 4. áfanga vann með. 
    2. Stækkanir virkjana í 4. áfanga. Rætt um möguleg afdrif frumvarps um stækkanir virkjana í rammaáætlun hjá Alþingi og áhrif á vinnu verkefnisstjórnar. 
    3. Vindorkukostir í 4. áfanga. Biðja þarf Orkustofnun um að yfirfara þann lista og kanna hverjir þessara kosta eru enn í vinnslu af hálfu orkufyrirtækja. 
  4. Önnur mál: Engin

Fundi slitið kl. 16:00