16. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

16. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 6. apríl 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestir: Formenn faghópanna fjögurra, Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ)


Dagskrá:

  1. Inngangur 
  2. Virkjanakostir 
  3. Formenn faghópa; a) dagskrá vinnufundar; b) staða vinnu við aðferðafræði  
  4. Vörður í vinnu framundan 
  5. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur Formaður setti fund 
  2. Gögn um vindorkukosti í RÁ4: HHS fjallaði um um vindorkukosti í 4. áfanga og þau gögn sem þar var aflað. HHS tekur saman lista yfir þær gagnakröfur sem gerðar voru til vindorkukosta í 4. áfanga. 
  3. Formenn faghópa sóttu fundinn kl. 14:30-15:30. Formenn hópanna fjögurra telja að vel hafi tekist til með mönnum í hópana og þeir hafi yfir að búa góðri faglegi getu til að vinna að þeim verkefnum sem undir þá falla og verkefnisstjórn hefur falið þeim að greina. 
    1. Dagskrá vinnufundar verkefnisstjórnar og faghópa 2.5.2022 rædd. Vettvangur fyrir alla sem vinna í verkefnisstjórn og faghópum rammaáætlunar til að hittast og kynnast. Dagskrá samþykkt, þ.e. hafa umfjöllun um stjórntækið rammaáætlun og virkni þess fyrir hádegi og svo umfjöllun um störf faghópanna fjögurra eftir hádegið. 
    2. Þróun aðferðafræði við mat virkjanakosta: 
      1. Faghópur 1: ÁLA, í samstarfi við HHÆ fjallaði um aðferðafræði hópsins, en ÁLA stýrði honum í 4 áfanga. Aðferðafræði hópsins er vel skilgreind og hefur þróast í vinnu rammaáætlunar undanfarin ár. Ekki neinar fyrirsjáanlegar hindranir við beitingu hennar við mat á virkjanakostum og flokkun þeirra. 
      2. Faghópur 2: ADS fjallaði um aðferðafræði faghópsins og þeim áherslum sem þar liggja til grundvallar. Aðferðafræði vel skilgreind. Sértaklega rætt um mikilvægi sýnileikagagna, en án þeirra er varla hægt að meta vindorkukosti. Slík vinna gagnast einnig öðrum faghópum. Að öðru leyti hentar fyrirliggjandi aðferðafræði hópsins vel fyrir slíka virkjanakosti. 
      3. Faghópur 4: PJ: Hópurinn hefur ekki séð neitt því til fyrirstöðu að meta hagkvæmni og arðsemi virkjanakosta og flokka þá skv. því. Hafa átt í samskiptum við Orkustofnun um öflun gagna sem gengur vel. Hefur miðað vel og er að verða til góður greiningarrammi. Hvað varðar vindorku vantar þó tölur um svokallaðan jöfnunarkostnað (kostnað þeirrar orku sem þarf að kaupa til að uppfylla samninga vindorkuversins um orku í logni, þegar engin vindorkuframleiðsla fer fram). Slíkar tölur ættu þó að liggja fyrir fljótlega í vor. 
      4. Faghópur 3: JÁK fjallaði um aðferðafræði fagshópsins og þróun hennar þannig að fyrir geti legið gögn sem styðji við flokkun einstakra virkjanakosta. JÁK fjallaði um ýmis atriði í tillögum þeirra að greiningarramma, sem m.a. eru sótt í alþjóðlegar leiðbeiningar um mat á samfélagslegum áhrifum stórra framkvæmda. Umræða um á hvaða skala/skölum samfélagsleg áhrif séu metin. 
  4. Vörður í vinnunni framundan: 
    1. Fundir verkefnisstjórnar 20. apríl, 4. maí og 18. maí 
    2. Vinnufundur faghópa og verkefnisstjórnar 2.5.2022 
  5. Önnur mál: Rætt hvort, og i hvaða tilfellum þá, spurningar um vanhæfi fulltrúa kynnu að koma upp. Ákveðið að taka þetta fyrir stuttlega á vinnufundi rammaáætlunar 2. maí nk.

Fundi slitið kl. 16:00