8. fundur faghóps 3, 21.06.2022

Fundarfrásögn

8. fundur í

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,

21. júní 2022 kl. 14:00 – 15:10 á Teams.


Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Jón gerði stutta grein fyrir fundi með formönnum faghópa og verkefnisstjórn 15. júní, þar sem farið var yfir stöðuna eftir að Alþingi samþykkti 3. áfanga rammaáætlunar.

  1. Hjalti fór yfir samtöl við starfsmann Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um nálgun við útreikninga á fasteignamati óbyggðra virkjana út frá framleiðslugetu þeirra og meðal fasteignasköttum sem eru greiddir af núverandi virkjunum.

  1. Jón og Hjalti gerðu grein fyrir fundi með Sveini Margeirssyni um möguleika við fjölnýtingu jarðvarmaorku, en þar var farið yfir stöðuna hvað þetta varðar á ólíkum svæðum landsins og framtíðarmöguleika. Sveinn benti þeim meðal annars á að leita frekari upplýsinga hjá Grími Sæmundsen hjá Bláa lóninu og Bjarna Bjarnasyni hjá ON.

  1. Herdís Schopka sérfræðingur hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kom inn á fundinn og fór yfir minnisblað vegna ýmissa fjárhagslegra atriða í tengslum við störf faghópa.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði 16. ágúst kl. 10.