4. fundur faghóps 3, 28.04.2022

Fundargerð

4. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

28. apríl 2022 kl. 10:30 – 11:30 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð
  1. Rætt um minnisblað Hjalta Jóhannessonar um helstu samfélagsþætti eða markmið samfélagsins sem virkjanir styðja við eða hafa áhrif á sbr. greiningu á niðurstöðum rannsókna faghóps 3 í 4. áfanga rammaáætlunar. 
  2. Rætt um þau markmið í heimsmarkmiðum Sþ. sem gætu verið lögð til grundvallar mati á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta í 5. áfanga rammaáætlunar. Einnig rætt um grunngildi og leiðarljós í orkustefnu Íslands til ársins 2050 í þessu samhengi. 
  3. Fjallað um tiltekin viðmið um samfélagsleg áhrif sem horfa mætti til við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta: 
    • Samheldni samfélagsins; gæði og gagnsæi undirbúnings af hendi virkjunaraðila, tegundir samráðs og við hverja, líkur á deilum vegna sérstöðu og náttúrugildis svæðis. 
    • Hve líkleg er ný orkuvinnsla til að auka orkuöryggi og jafnt aðgengi almennings og fyrirtækja að raforku á tilteknu svæði xxHlutdeild sveitarfélaga sem verða fyrir áhrifum af orkuvinnslu í ávinningi/tekjum af virkjunarkosti. 
    • Hlutdeild þjóðarinnar í ávinningi af virkjunarkosti; í þessu samhengi sé mið tekið af eignarhald á orkufyrirtæki. 
    • Innviðauppbygging; hvaða vegabætur, fjarskiptabætur osfrv. verða gerðar í tengslum við nýtingu viðkomandi orkuauðlindar og hve líklegar eru þær til að bæta lífsskilyrði íbúa og starfsskilyrði fyrirtækja á viðkomandi svæði. 
    • Einnig rætt um möguleika á að styðjast við kannanir þegar vægi einstakra matsþátta verður ákvarðað.