35. fundur faghóps 3

35. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 12. september 2023 kl. 9:00 – 10:35 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Inn á fundinn komu þau Guðný Gústafsdóttir og Helgi Guðmundsson frá Félagsvísindastofnun, og Jón Geir Pétursson formaður verkefnisstjórnar. 

Fundargerð

• Guðný fór yfir helstu niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í sveitarfélögunum við neðri hluta Þjórsár á afstöðu íbúa til virkjunarkosta í ánni og gerð var að beiðni faghópsins. Hún fór einnig yfir greiningu á hluta þeirra rýnihópaviðtala sem Félagsvísindastofnun stóð fyrir síðastliðið vor og sumar, einnig að beiðni faghópsins. Eftir kynningu Guðnýjar voru umræður. Samkomulag var um að Guðný myndi hraða eins og kostur er þeirri greiningarvinnu sem eftir er á gögnum vegna rýnihópavinnu og viðtala í tengslum við könnun á viðhorfum íbúa til virkjanakosta í neðri hluta Þjórsár.

• Helgi Guðmundsson fór yfir niðurstöður þjóðmálakönnunar á viðhorfum Íslendinga til virkjana sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun síðastliðið vor og sumar og gerð var að beiðni faghópsins. Umræður urðu um ýmisar niðurstöður í könnuninni, svo sem að fylgi sé meira við stærri vindorkukosti en smærri, og fjarri fremur en nærri þéttbýli. Umræður voru einnig, með þátttöku Jóns Geirs, um hvernig standa mætti að kynningu á könnuninni, meðal annars í tengslum við væntanlegan kynningarfund verkefnisstjórnar í október.

• Jón Geir ræddi um tímaramman varðandi vinnuna framundan og kom meðal annars fram að það væri vilji verkefnisstjórnar að niðurstöður faghópa hvað varðar mat á áhrifum vindorkukosta lægju fyrir fyrir áramót. Í framhaldinu var það niðurstaðan í faghópnum að gera ráð fyrir að samningur RHA við ráðuneytið um vinnu við mat á vindorkukostunum muni renna út um mánaðarmótin nóvember/desember, og hafi þá faghópurinn um mánuð til að ljúka sinni vinnu hvað varðar matið og skila niðurstöðum sínum til verkefnisstjórnar.

• Ákveðið að Hafsteinn leiti fyrir hönd faghópsins eftir tilboði í gerð skoðanakönnunar á viðhorfum til þeirra 10 vindorkukosta sem til umfjöllunar eru.

• Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 20. september kl. 14:00 á Teams.