33. fundur faghóps 3, 09.08.2023

Fundarfrásögn

33. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

9. ágúst 2023 kl. 9:00 – 9:50 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Farið yfir drög að tillögu að rannsóknaráætlun frá RHA varðandi mat á samfélagslegum áhrifum tíu vindorkukosta, dagsett 27. júní síðastliðinn. Fáeinar athugasemdir gerðar. Gert ráð fyrir að RHA sendi Jóni innan skamms uppfærð drög sem send verða á formann verkefnisstjórnar.

  1. Rætt um gagnaöflun Landmælinga fyrir faghópinn varðandi fjölda íbúa í grennd vindorkukosta, en gögnin voru send faghópnum í lok júní. Gert er ráð fyrir að tillaga um gerð skoðanakannana varðandi vindorkukostina verði send á formann verkefnisstjórnar eftir næsta fund faghópsins.

  1. Rætt um stöðuna á vinnu Félagsvísindastofnunar við skoðanakönnun og rýnihópavinnu vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði fimmtudaginn 24. ágúst kl. 9:00 á Teams.