31. fundur faghóps 3, 13.06.2023

Fundarfrásögn

31. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

13. júní 2023 kl. 13:30 – 14:20 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um fyrirspurn er barst Félagsvísindastofnun um aðgengi að spurningum í landskönnun. Ákveðið að spurningarnar verði gerðar opinberar frá og með útgáfu skýrslu Félagsvísindastofnunar um könnunina.

  1. Jón gerði grein fyrir fundi verkefnisstjórnar og formönnum faghópa þann 7. júní, en þar var fjallað um kostnaðaráætlanir faghópa vegna vinnu við mat á vindorkukostunum 10 sem lögð verður áhersla á í komandi matsvinnu.

  1. Rætt um skoðanakannanir í tengslum við vindorkukosti, einkum með tilliti til mismunandi stærðar úrtaks eftir staðsetningu virkjunarkosta og nálægðar þeirra við þéttbýli. Einnig rætt um mögulega aðila sem gætu séð um framkvæmd slíkra kannana. Ákveðið að ítreka ósk til Landmælinga um upplýsingar um fjölda íbúa í nágrenni vindorkukostanna.

  1. Umræður um hvernig best sé að haga utanumhaldi þegar kemur að vinnu við mat á samfélagslegum áhrifum vindorkukostanna. Ákveðið að kanna hvort RHA gæti tekið að sér þá vinnu. Einnig rætt um sérstöðu mats á samfélagslegum áhrifum vindorkukosta miðað við annars konar orkukosti. Fram kom meðal annars að ýmis óvissa varðandi regluverk í kringum nýtingu vindorku gæti haft áhrif á forsendur matsins.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 26. júní kl. 10:30 á Teams.