22. fundur faghóps 3, 14.02.2023

Fundarfrásögn

22. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

14. febrúar 2023 kl. 10:00 – 11:30 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Helgi Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fundinn.

Fundargerð

  1. Umræður um skoðanakönnun á landsvísu, einkum varðandi myndræna framsetningu og varðandi möguleika á að orða spurningar þar sem gert er ráð fyrir áætluðum hagnaði af hverri vindmyllu.

  1. Rætt um að nota Íslandskort í könnuninni sem sýni mismarga vindorkukosti. Ákveðið að Helgi vinni tillögu að spurningu með inngangi og myndrænni framsetningu. Gert er ráð fyrir að fyrir næsta fund verði tilbúin drög að könnun sem senda megi á verkefnisstjórn og aðra faghópa til skoðunar og athugasemda. Hafa þarf samráð við faghóp 4 varðandi áætlaðan hagnað af hverri vindmyllu og mun Jón hafa samband við Pál formann hans og mögulega bjóða honum að koma á fund faghóps 3.

  1. Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 10:00.