16. fundur faghóps 3, 12.12.2022

Fundarfrásögn

16. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

12. desember 2022 kl. 15:00 – 16:15 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Ævar Þórólfsson hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fyrri hluta fundarins.

Fundargerð

  1. Guðbjörg gerði grein fyrir fræðigrein úr tímaritinu Energy Policy eftir Zaunbrecher og fl. þar sem lýst er skoðanakönnun á afstöðu fólks til orkumannvirkja með fjölþátta nálgun; valdir voru nokkrir eiginleikar (e. attributes), svo sem fjarlægð frá mastri, staðsetning, mat á heilsufarsógn, og fjárhagslegar bætur og mat fólks á mikilvægi þeirra kannað. Umræður voru í framhaldinu um þá eiginleika sem æskilegt væri að leggja áherslu á í tengslum við skoðanakönnun á afstöðu fólks til vindorkuvera á Íslandi.

  1. Hjalti og Sjöfn gerðu grein fyrir ferð þeirra á fund sveitarstjórnarfólks í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár til að kanna mat þeirra á viðhorfum til og umræðum um vatnsaflsvirkjunarkosti á svæðinu. Þau munu innan tíðar ganga frá minnisblaði um ferðina.

  1. Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 6. janúar kl. 9:00.