10. fundur faghóps 3, 25.08.2022

Fundarfrásögn

10. fundur í

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,

25. ágúst 2022 kl. 14:00 – 14:40 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Jón greindi frá samtali við Jón Geir, formann verkefnisstjórnar, um þá kosti sem komu munu til mats. Von er á ákvörðun verkefnisstjórnar um hvaða kostir verða í forgangi á næstu vikum.

  1. Rætt um mögulegan fund með Landsneti um flutningskerfið. Ákveðið að óska eftir fundi á næstu vikum.

  1. Jón greindi frá því að verkefnisstjórn hefði rætt um að skoða þyrfti sérstaklega sýnileika vindmylla í landslagi, og áhrif hans á samfélög, sem yrði þá verkefni á borði faghóps 3.

  1. Hjalti greindi frá fundi hans og Gríms Sæmundsen hjá Bláa lóninu um nýtingarmöguleika jarðvarma. Ljóst er að nýtingarmöguleikar, aðrir en orkuframleiðsla, eru verulegir. Til dæmis voru tekjur HS Orku um 8 ma árið 2019 en Bláa lónsins um 17 ma.

  1. Rætt um landskönnun á afstöðu almennings til virkjana og orkunýtingar. Formanni verkefnisstjórnar lýst vel á hugmyndina. Faghópurinn mun endurskoða spurningar könnunarinnar sem Félagsvísindastofnun gerði að beiðni faghóps 3 2015/2016 á næstu vikum. Til greina kemur að nota myndir sem gefa til kynna sýnileika vindmylla í könnuninni. Að beiðni Jóns Geirs verður spurningalistinn unninn í samráði við verkefnisstjórn og eftir atvikum aðra faghópa.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði 16. september kl. 10.