9. fundur faghóps 2, 08.11.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

9. fundur, 08.11.2022, kl. 13:30-14:30  

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Einar Torfi Finnsson (ETF) Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Anna G. Sverrisdóttir og Bryndís Marteinsdóttir boðuðu forföll.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Kynningar vindorkukosta
    • Rætt um kynningar vindorkukosta sem haldnar voru 3. og 4. nóvember s.l. og einstaka kosti. Í kynningunum var mjög lítið fjallað um áhrif vindorkukosta á ferðaþjónustu og útivist og virðist sem lítil áhersla sé lögð á að skoða þann þátt hjá virkjunaraðilum. Næstu kynningar verða 9. og 10. nóvember. 
    • ADS útbjó skjal eftir síðasta fund þar sem meðlimir faghópsins geta sett inn nöfn aðila og samtaka sem hafa beitt sér gegn vindorkuverum og gæti verið áhugavert að fá einnig kynningu frá síðar í verkefninu. 
  2. Rannsóknir. Mjög margir vindorkukostir eru undir og getur verið flókið að forgangsraða rannsóknum m.t.t þeirra. ADS nefndi þá hugmynd að halda sameiginlegan fund með verkefnisstjórn og faghópum til að ræða rannsóknahugmyndir og hefur hún viðrað þá hugmynd við formann verkefnisstjórnar. Það vantar skýrari línur fyrir verkefnið til að ná utan um þann þátt og taka næstu skref. 
  3. Aðferðafræði faghóps 2. Rætt um að það gæti verið gagnlegt að yfirfara aðferðafræði faghópsins áður en kemur að því að meta alla þessa vindorkukosti. Hvernig á t.d. að taka tillit til þess í mati á vindorkukostum þegar vatnsafl er látið vinna upp orku á logndögum?

Fundi slitið kl. 14:30