8. fundur faghóps 2, 01.11.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

8. fundur, 01.11.2022, kl. 13:30-15:30.  

Fundur haldinn í netheimum

  

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF) Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Hjörleifur Finnsson boðaði forföll.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Upprifjun frá síðasta fundi. Efni síðasta fundar rifjað upp. 
  2. Vindorkukostir. N.k. fimmtudag og föstudag, 3. og 4. nóvember verða virkjunaraðilar með kynningar á vindorkukostum á Teams en einnig verða kynningarnar teknar upp fyrir þá sem ekki geta mætt. Skýrslur yfir einstaka vindorkukosti, sem verða kynntir, eru aðgengilegar á kortavefsjánni sem verið er að útbúa fyrir R5. Faghópurinn velti því upp hvort ekki megi einnig skoða að fá kynningar frá þeim aðilum/samtökum sem hafa beitt sér gegn vindorkuverum og óska eftir því við verkefnastjórn að koma slíku á. Bent var á að ekki eru allir vindorkukostir sem eru í undirbúningi á lista verkefnastjórnar. ADS sendir fyrirspurn á verkefnastjórn um þessi atriði. 
  3. Rannsóknir Rætt um hvaða rannsóknir myndu koma faghópnum vel á þessu stigi. Einn þátturinn væri að uppfæra fræðilega samantekt frá 2020 um áhrif vindorkuvera á ferðaþjónustu. 
  4. Verkbókhald vegna kynninga ADS bað meðlimi faghópsins að halda vel utan um þá tíma sem fara í sitja kynningar um vindorkukosti og senda henni þær upplýsingar

Fundi slitið kl. 14:45