77. fundur faghóps 2, 26.2.2025
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
77. fundur, 26.02.2025, kl. 15:00 – 17:00.
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF) og Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS).
Forföll: Unnur Svavarsdóttir (US).
Fundarritari: BM
Fundur settur kl. 15:00
Dagskrá:
1. Lokatillögur rannsóknaverkefni.
SSJ sendir rannsóknartillögur okkar til verkefnastjórnarinnar. Faghópur 2 leggur MIKLA áherslu að það verði hafist handa við að undirbúa rannsóknina „Langtímarannsókn við Búrfell“ (tillaga 1) áður en verkefnastjórn lýkur störfum. Mikilvægt er að hefja vinnuna í sumar áður en vindorkuverið er reist til að geta borið saman áhrifin sem vindorkuverið hefur á upplifun ferðafólks og starfsemi ferðaþjónustunnar.
1. Endurskoðuð ferðasvæði vegna Alviðru
Vegna ábendinga í samráðsgátt var ákveðið að endurskoða áhrifasvæði vegna Alviðru. Matið var leiðrétt með því að bæta við ferðasvæðunum Langjökull og Hlöðuvellir við mat á Alviðru.
2. Athugasemdir við drög að flokkun vindorkukosta
Rætt var um einstaka athugasemdir og svör við þeim.
3. Önnur mál
Næsti fundur verður þann 02.04.2025. Á þeim fundi verður farið yfir endurbætur á skýrslunni og aðrar athugasemdir sem mögulega hafa borist þá í samráðsgátt.
Fundi slitið kl. 17:00