4. fundur faghóps 2, 31.05.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 2

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

4. fundur, 31.05.2022, kl. 14:00 – 16:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US)

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 14:00

  1. Aðferðafræði faghóps 2. 
    • Farið yfir aðferðafræði faghóps 2. Rætt um stærð og afmörkun ferðasvæða og ákveðið að rýna þann þátt betur þegar virkjunarkostir liggja fyrir í 5. áfanga. 
    • Einnig var rætt um vægi viðfanga (ferðaþjónusta og útivist, veiðar og beit) í lokaröðun virkjunarkosta og því velt upp hvort það þurfi ekki einnig að skoða áhrif virkjana á landbúnaðarland út frá fleiri þáttum en eingöngu beit, t.d. svæðum sem henta til ræktunar. BM sagði frá vinnu sem unnin er á vegum Landgræðslunnar og snýr að flokkun landbúnaðarlands m.t.t. sjálfbærni og hversu hentugt land er m.t.t. mismunandi landnýtingar (vistgeta lands). Þessari vinnu mun ljúka fljótlega og getur hún nýst við mat á áhrifum virkjunarkosta á landbúnaðarland. BM mun kynna þessi verkefni á næsta fundi faghópsins sem verður 9. júní n.k. 
  2. Vinna eftir sumarfrí. Ákveðið var að hafa fyrsta fund eftir sumarfrí 6. september og í framhaldinu setja niður fundaáætlun inn í veturinn.

Fundi slitið kl. 16:00.