3. fundur faghóps 2, 17.05.2022
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
3. fundur, 17.05.2022, kl. 14:00 – 16:00.
Haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US)
Einar Torfi Finnsson (ETF) boðaði forföll.
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 14:00
- Kynning á eldri rannsóknaverkefnum á vegum faghóps 2. ADS kynnti áfram niðurstöður úr rannsóknaverkefnum sem faghópur 2 lét vinna og studdist við þegar áhrif virkjunarkosta á ferðaþjónustu og útivist voru metin í 4. áfanga.
- Víðerni. ADS fór yfir erindi, sem hún flutti á ráðstefnu fyrr í vetur, um víðerni og viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustunnar til víðerna.
- Aðferðafræði faghóps 2 Aðferðafræði faghóps 2 rifjuð upp og rædd. Stefnt að því að rýna aðferðafræðina og ræða nánar á næsta fundi sem áætlaður er þann 31. maí n.k..
Fundi slitið kl. 16:00.