27. fundur faghóps 2, 13.06.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

27. fundur, 13.06.2023, kl. 15:00-17:00

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Bryndís Marteinsdóttir og Hjörleifur Finnsson boðuðu forföll.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 15:00 

  1. Staða mála - vettvangsferðir

ADS greindi frá því að búið er að tímasetja vettvangsferðir 17-19. ágúst og verður fljótlega send út þátttökukönnun. Um er að ræða dagsferðir úr Reykjavík. Ekki er búið að tímasetja skoðunarferð að Hnotasteini á Melrakkasléttu og að Vindheimum í Hörgárbyggð en faghópar senda fulltrúa í þá ferð.

  1. Skrokkalda – greinargerð

Umræður um fyrstu drög að greinargerð um Skrokkölduvirkjun sem ADS sendi faghópnum fyrir fund.

  1. Næstu fundir

Ákveðið að faghópurinn fundi næst 22. ágúst og síðan aftur 5. september. Eftir það verði fundað a.m.k. vikulega en nánari ákvörðun um skipulag funda tekin á fundi 5. september.

  1. Mat á virði ferðasvæða

Unnið að virðismati ferðasvæða á áhrifasvæðum virkjunarkosta.

Fundi slitið kl. 17:00